top of page
Loft
Í þessari seríu vildi ég kafa enn dýpra í smáatriðin og skoða mynstrin enn nánar en ég hafði gert. Útkoman var oft og tíðum eins og stjörnuhiminn eða stjörnuþoka.
Loft er tengt lífsandanum og kennt við hreinsandi kraft. Það táknar m.a. samskipti, greind, skynjun, þekkingu, hugsun, ímyndunarafl og sköpunargáfu.
Þegar við horfum á stjörnurnar, verðum við og veröld okkar svo smá. Kanski álíka smá og við erum stór í samræmi við stjörnuhimininn sem myndast við stækkun þessa myndefnis.
Ímyndum okkur að við séum að horfa upp í stjörnubjartan himininn.
HRINGIR
HOLT OG HÆÐIR
COLLECTION
bottom of page