top of page
Eldur
Hraun og mosi var fyrsta ljósmyndaröðin sem ég tók. Á sama hátt og eldur veldur umbreytingum og hreinsun í náttúrunni, olli eldurinn í ljósmyndunum umbyltingum innra með mér. Ég fór að sjá jörðina í kringum mig með öðrum augum.
Frumefnið getur veitt hlýju og verið forsenda lífs en það getur líka brennt og eyðilagt. Eldur tengist m.a. styrk, virkni, blóði og lífskrafti. Eldur er líka hreinsandi og verndandi, eyðir óhreinindum og rekur myrkrið á braut.
Í þessari myndaröð birtist heimur andstæðna, mýkt mosans og hörku hraunsins. Setjumst í mjúkan mosann, hlustum á fuglasöng og öndum djúpt að okkur fersku og tæru loftinu.
"hringir" í norræna húsinu.
HRINGIR
hraun og mosi
COLLECTION
bottom of page