top of page

HRINGIR
FINE ART COLLECTION

fjaran

Fjaran - Fine art photography

Vatn

Þó að ég sé alin upp í sjávarþorpi með reglulegum fjöruferðum hef ég alltaf verið svolítið smeyk við hafið. Þegar ég fór af stað með þessa ljósmyndaröð og hóf að safna efni varð ég heilluð af fjölbreytileikanum í fjörunni. Litirnir í mörgum viðfangsefnum við strendur Íslands er hreinn unaður. 

Frumefnið vatn hefur hreinsunarkraft. Það er m.a. tákn fyrir að dreyma og flæða, tákn fyrir endurnýjun, stöðugleika, styrk, breytingu, frjósemi og skilyrðislausa ást. Það hefur lækningamátt og getur vakið líf en getur líka verið eyðileggjandi.

Það er ekkert betra en að ganga berfætt á ströndinni í sandinum og finna tengingu við kraftinn undir fótunum á meðan ölduniðurinn hefur róandi og slakandi áhrif.

hringir vol.2 í gallerí gróttu - nóvember 2020

STAFRÆN LISTASÝNING

Í október 2020 höfðum við ekki tækifæri til að fara á margar listasýningar vegna Covid.

Ég ákvað í samstarfi við gallerí gróttu á seltjarnanesi að gera sýninguna Hringir vol.2 stafræna... 

​hér fyrir neðan má svo flétta í gegnum bækling með öllum myndunum sem settar voru upp á sýningunni.

HRINGIR
fjaran
COLLECTION

    Fjaran - Fine art photography
    bottom of page