top of page

Íris Ösp er grafískur hönnuður og ljósmyndari með BA gráðu í hönnun og ljósmyndun frá Accademia Italiana í Flórens. Íris hefur víðtæka reynslu á sviði hönnunar, m.a. af mörkun fyrirtækja og einstaklinga, hönnun og umbroti tímarita og bæklinga, ljósmyndavinnslu, umbúðahönnun og myndlýsingum.

Hún hefur haldið þrjár einkasýningar á ljósmyndaröð sinni Hringir:

Fyrsti hlutinn, Hraun og mosi, var sett upp í Norræna húsinu vorið 2019, en þá var Íris búin að mynda hringi síðan 2016. Annar hluti, Fjaran, var svo sýndur í Gallerí Gróttu vorið 2020. Í apríl á þessu ári var sett upp einkasýning í Jónshúsi í Kaupmannahöfn á fjórum fyrstu seríum Írisar ásamt því að halda útgáfuhóf á ljósmynda- og ljóðabókinni Hringir - Circles sem er safn úr fjórum seríum settar saman á nýstárlegan máta.

134803922_10164573700440204_869686383331
Fjaran - Fine art photography

Hvernig byrjaði þetta?

Ég var stödd í ljósmyndaverkefni á Snæfellsnesi. Í einni pásunni tók ég eftir dálitlu merkilegu...

Ég settist niður í mosaþakta hraunbreiðu og fór að skoða munstrið í náttúrunni..

Áður en ég vissi af var ég dáleidd af áferðinni, litunum og andstæðunum í hrauni og mosa.

​Þá fór af stað lítið ævintýri þar sem ég fór að safna myndum af mynstrum úr náttúru Íslands.

Í framhaldi af myndunum fór ég að búa til ljóð þar sem ég tengi saman móðureðlið við móður náttúru.

Sýningar

hringir_opnun_2.jpg

Norræna húsið

HRAUN OG MOSI

Fyrsta serían „Hraun og mosi“ var sett að hluta til upp í MATR, Norræna húsinu á Hönnunarmars vorið 2019 og stóð sýningin á endanum yfir í rúmt ár. Myndirnar töluðu afar skemmtilega við umhverfið í kringum Norræna húsið. 

Íris Ösp með dóttur sinni Söru Lind
316740392_503900268365443_7931196263570392670_n.jpeg

Gallerí Grótta

FJARAN

Í október 2020 höfðum við ekki tækifæri til að fara á margar listasýningar vegna Covid. Það voru því örfáir dagar þar sem hægt var að fara á sýninguna sjálfa og finna ilminn af sjávarþangi og hlusta á sjávarnið..

Ég ákvað í samstarfi við gallerí gróttu á seltjarnanesi að gera sýninguna Hringir vol.2 stafræna

Þari í sýningarsal Gallerí Gróttu
Hringir-bókin-2.jpeg

Jónshús - Köben

ÚTGÁFUHÓF

Í apríl 2022 var sett upp sýning ásamt útgáfuhófi á ljósmynda- og ljóðabókinni Hringir - Circles sem er samansafn á fyrstu fjórum seríum Hringja. Sýningin fór fram í Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Á sýningunni voru myndir úr öllum seríunum ásamt því að hægt var að nálgast bókina nýprentaða.

Útgáfa á ljósmynda- og ljóðabókinni í Jónshúsi, Kaupmannahöfn

"Ef þú gerir það sem þú elskar, þá mætir þú í raun ekki í vinnuna einn einasta dag. -Þetta var setning sem ég tileinkaði mér þegar ég var yngri, núna með mikilli skuldbindingu og góðum stuðningi, hefur það orðið minn raunveruleiki."

Íris er félagi í FÍT, félagi íslenskra teiknara.

Einnig er Íris í stjórn Grapíku Íslandicu, félagi kvenna í hönnun á Íslandi.

instagram:

hringir.circles

new-instagram-logo-png-transparent-light
new-instagram-logo-png-transparent-light

reykjavik underground

Nýjasta viðtalið

Screenshot 2022-12-19 at 22.17.09.png
bottom of page